Fara í innihald

„Kósovó“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Fyxi (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
 
(3 millibreytinga eftir 3 notendur ekki sýndar)
Lína 3: Lína 3:
| nafn_í_eignarfalli = Kósovó
| nafn_í_eignarfalli = Kósovó
| fáni = Flag_of_Kosovo.svg
| fáni = Flag_of_Kosovo.svg
| skjaldarmerki =Coat_of_arms_of_Kosovo.svg
| skjaldarmerki = Emblem of the Republic of Kosovo.svg
| staðsetningarkort = Europe-Republic_of_Kosovo.svg
| staðsetningarkort = Europe-Republic_of_Kosovo.svg
| tungumál = [[albanska]] og [[serbneska]]
| tungumál = [[albanska]] og [[serbneska]]
Lína 10: Lína 10:
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Kósovó|Forseti]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Kósovó|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Kósovó|Forsætisráðherra]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Kósovó|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Glauk Konjufca]] (starfandi)
| nafn_leiðtoga1 = [[Vjosa Osmani]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Albin Kurti]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Albin Kurti]]
| stærðarsæti =
| stærðarsæti =
Lína 27: Lína 27:
| VÞL_ár = 2013
| VÞL_ár = 2013
| VÞL_sæti = N/A
| VÞL_sæti = N/A
| staða =Sjálfstæði
| staða = Sjálfstæði
| atburður1= Yfirlýst
| atburður1 = Yfirlýst
| dagsetning1= [[17. febrúar]] [[2008]]
| dagsetning1 = [[17. febrúar]] [[2008]]
| gjaldmiðill = [[Evra]] € '''²'''
| gjaldmiðill = [[Evra]] € '''²'''
| tímabelti = [[UTC]]+1 (UTC+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
| tímabelti = [[UTC]]+1 (UTC+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
Lína 55: Lína 55:
==Stjórnsýslueiningar==
==Stjórnsýslueiningar==
Til ársins 2007 skiptist Kósovó í 30 sveitarfélög. Nú skiptist það í 38 sveitarfélög samkvæmt lögum Kósovó og [[Brusselsamkomulagið|Brusselsamkomulaginu]] frá 2014 sem leiddi til stofnunar nýrra sveitarfélaga þar sem Serbar eru í meirihluta. Þessi sveitarfélög sem eru tíu talsins eru að mynda samband sem nær yfir um 90% af öllum serbneskum íbúum Kósovó. Í töflunni eru þau stjörnumerkt. Albanska heitið er gefið upp fyrst og síðan serbneska heitið:
Til ársins 2007 skiptist Kósovó í 30 sveitarfélög. Nú skiptist það í 38 sveitarfélög samkvæmt lögum Kósovó og [[Brusselsamkomulagið|Brusselsamkomulaginu]] frá 2014 sem leiddi til stofnunar nýrra sveitarfélaga þar sem Serbar eru í meirihluta. Þessi sveitarfélög sem eru tíu talsins eru að mynda samband sem nær yfir um 90% af öllum serbneskum íbúum Kósovó. Í töflunni eru þau stjörnumerkt. Albanska heitið er gefið upp fyrst og síðan serbneska heitið:

{|
{{div col|colwidth=18em}}
|- valign="top" |
|
# [[Deçan|Deçan / Dečani]]
# [[Deçan|Deçan / Dečani]]
# [[Dragash|Dragash / Dragaš]]
# [[Dragash|Dragash / Dragaš]]
Lína 68: Lína 67:
# [[Elez Han|Hani i Elezit / Elez Han]]
# [[Elez Han|Hani i Elezit / Elez Han]]
# [[Istog|Istog / Istok]]
# [[Istog|Istog / Istok]]
# [[Junik|Junik / Junik]]
|
# <li value=11>[[Junik|Junik / Junik]]</li>
# [[Kačanik|Kaçanik / Kačanik]]
# [[Kačanik|Kaçanik / Kačanik]]
# [[Kamenica, Kosovo|Kamenicë / Kosovska Kamenica]]
# [[Kamenica, Kosovo|Kamenicë / Kosovska Kamenica]]
Lína 79: Lína 77:
# [[Mamuša|Mamush / Mamuša]]
# [[Mamuša|Mamush / Mamuša]]
# [[Severna Mitrovica|Mitrovicë Veriore / Severna Mitrovica]]*
# [[Severna Mitrovica|Mitrovicë Veriore / Severna Mitrovica]]*
# [[Mitrovica (Kosóvó)|Mitrovicë / Kosovska Mitrovica]]
|
# <li value=21>[[Mitrovica (Kosóvó)|Mitrovicë / Kosovska Mitrovica]]</li>
# [[Novo Brdo|Novobërdë / Novo Brdo]]*
# [[Novo Brdo|Novobërdë / Novo Brdo]]*
# [[Obiliç|Obiliç / Obilić]]
# [[Obiliç|Obiliç / Obilić]]
Lína 90: Lína 87:
# [[Prizren|Prizren / Prizren]]
# [[Prizren|Prizren / Prizren]]
# [[Ranillug|Ranillug / Ranilug]]*
# [[Ranillug|Ranillug / Ranilug]]*
# [[Skënderaj|Skënderaj / Srbica]]
|
# <li value=31>[[Skënderaj|Skënderaj / Srbica]]</li>
# [[Štrpce|Shtërpcë / Štrpce]]*
# [[Štrpce|Shtërpcë / Štrpce]]*
# [[Shtime|Shtime / Štimlje]]
# [[Shtime|Shtime / Štimlje]]
Lína 99: Lína 95:
# [[Zubin Potok|Zubin Potok / Zubin Potok]]*
# [[Zubin Potok|Zubin Potok / Zubin Potok]]*
# [[Zvečan|Zveçan / Zvečan]]*
# [[Zvečan|Zveçan / Zvečan]]*
{{div col end}}
|}


==Landfræði==
==Landfræði==
Lína 115: Lína 111:


{{Evrópa}}
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Kósovó| ]]
{{s|2008}}
{{s|2008}}
[[Flokkur:Kosóvó]]
[[Flokkur:Umdeild landsvæði]]
[[Flokkur:Umdeild landsvæði]]

Nýjasta útgáfa síðan 15. apríl 2024 kl. 23:31

Kosovë / Kosova (albanska)
Косово (serbneska)
Fáni Kósovó Skjaldarmerki Kósovó
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Europe
Staðsetning Kósovó
Höfuðborg Pristína
Opinbert tungumál albanska og serbneska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Vjosa Osmani
Forsætisráðherra Albin Kurti
Sjálfstæði
 • Yfirlýst 17. febrúar 2008 
Flatarmál
 • Samtals

10.908 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (2014)
 • Þéttleiki byggðar
-. sæti
1.859.203
159,8/km²
VLF (KMJ) áætl. 2015
 • Samtals 17,78 millj. dala (-. sæti)
 • Á mann 9.570 dalir (-. sæti)
VÞL (2013) 0.786 (N/A. sæti)
Gjaldmiðill Evra²
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .rs
Landsnúmer ++383

Kósovó er landlukt land á Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu. Það á landamæri að Serbíu, Svartfjallalandi, Albaníu og Makedóníu. Kosóvó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu 17. febrúar 2008 en hafði þá aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kosóvóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Sjálfstæðisyfirlýsingin var mjög í óþökk Serba sem líta eftir sem áður á Kosóvó sem hluta af sjálfstjórnarhéraðinu Kosóvó og Metohija innan Serbíu.

Kósovó var í fornöld miðstöð ríkis Dardana. Á miðöldum var landið hluti af Serbíu og margir líta svo á að orrustan um Kosóvó 1389 hafi verið vendipunktur í sögu Serbíu. Frá 15. öld þar til snemma á 20. öld var Kosóvó hluti af Tyrkjaveldi. Seint á 19. öld var héraðið miðstöð sjálfstæðishreyfingar Albana, Prizren-bandalagsins. Eftir Fyrsta Balkanskagastríðið 1912-13 fékk Balkanskagabandalagið yfirráð yfir Kósovó sem skiptist á milli Serbíu og Svartfjallalands. Eftir Síðari heimsstyrjöld urðu bæði þessi ríki hluti af Júgóslavíu. Eftir Síðari heimsstyrjöld var sjálfstjórnarhéraðið Kosóvó og Metohija stofnað innan sjálfstjórnarlýðveldisins Serbíu innan Júgóslavíu. Átök milli Albana og Serba leiddu til Kósovóstríðsins 1998-9 sem lauk með innrás Atlantshafsbandalagsins. Héraðið varð verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna samkvæmt 1244. ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þann 17. febrúar árið 2008 lýsti þing Kosóvó yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.

Kósovó er ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum. Aðildarríki Sþ skiptast í tvær álíka stórar fylkingar hvað þetta varðar: 108 aðildarríki styðja fullveldi Kósovó en 85 ríki líta enn á svæðið sem hluta Serbíu. Ísland lýsti yfir stuðningi við fullveldi Kosóvó í mars árið 2008. Kósovó er samt sem áður aðili að ýmsum alþjóðastofnunum eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Alþjóðabankanum og Alþjóðaólympíunefndinni. Af 28 aðildaríkjum ESB viðurkenna 23 fullveldi Kósovó, en 5 (Spánn, Slóvakía, Grikkland, Kýpur og Rúmenía) líta á landið sem hluta Serbíu.

Íbúar Kósovó eru taldir vera tæplega tvær milljónir, þar af eru langflestir (um 90%) Albanir en einnig búa þar Serbar, Tyrkir, Bosníumenn og Rómafólk. Meirihluti serbneskra íbúa landsins fluttu til Serbíu eftir þjóðernishreinsanir í kjölfar Kosóvóstríðsins 1999. Pristína er höfuðborg landsins og stærsta borg þess með rúmlega 200 þúsund íbúa. Kósovó var fátækasta hérað Júgóslavíu og varð fyrir enn frekari áföllum í borgarastyrjöldunum á 10. áratug 20. aldar. Eftir stríðið varð uppgangur vegna uppbyggingar í kjölfar stríðsins og erlendrar fjárhagsaðstoðar. Vöxtur hefur haldið áfram þrátt fyrir minnkandi erlenda aðstoð en landið er enn mjög háð fjárframlögum frá brottfluttum íbúum og er með mjög neikvæðan viðskiptajöfnuð (20% af VLF árið 2011).

Nafnið Kósovó er dregið af serbneska orðinu yfir svartþröst, kos (кос), í eignarfalli og er stytting á Kosovo Polje (svartþrastarengi) sem var heiti Kosóvósléttunnar í austurhluta landsins þar sem orrustan um Kosóvó átti sér stað árið 1389. Nafnið var notað á hérað sem var myndað innan Tyrkjaveldis árið 1864.

Í albönsku er allt héraðið almennt kallað Kosova (ákveðin mynd) eða Kosovë (óákveðin mynd). Í serbnesku er gerður greinarmunur á austur- og vesturhluta landsins: heitið Kosovo (kýrillískt letur: Косово) er notað um austurhlutann þar sem Kosóvósléttan er en Metohija (Метохија) um vesturhlutann.

Opinbert heiti landsins samkvæmt stjórnarskrá Kósovó er „Lýðveldið Kósovó“ (albanska: Republika e Kosovës).

Núverandi landamæri landsins voru skilgreind árið 1946 þegar sjálfstjórnarhéraðið Kósovó og Metohija var myndað innan Júgóslavíu. Árið 1974 var nafn héraðsins stytt í Kosóvó en 1990 var því aftur breytt í sjálfstjórnarhéraðið Kósovó og Metohija (serbneska: Аутономна Покрајина Косово и Метохија, Autonomna Pokrajina Kosovo i Metohija).

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]

Til ársins 2007 skiptist Kósovó í 30 sveitarfélög. Nú skiptist það í 38 sveitarfélög samkvæmt lögum Kósovó og Brusselsamkomulaginu frá 2014 sem leiddi til stofnunar nýrra sveitarfélaga þar sem Serbar eru í meirihluta. Þessi sveitarfélög sem eru tíu talsins eru að mynda samband sem nær yfir um 90% af öllum serbneskum íbúum Kósovó. Í töflunni eru þau stjörnumerkt. Albanska heitið er gefið upp fyrst og síðan serbneska heitið:

Landfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Kort af Kosóvó

Kósovó er tæplega 11.000 ferkílómetrar að stærð. Það er landlukt og á landamæri að Lýðveldinu Makedóníu (159 km) í suðri, Albaníu (112 km) í suðvestri, Svartfjallalandi (79 km) í vestri og Mið-Serbíu (352 km) í norðri og austri.

Mest af landsvæði Kósovó er fjalllendi. Hæsti tindur landsins er Đeravica (2.656 m). Tvær stórar sléttur eru í landinu: Metohija í vestri og Kósovósléttan í austri. Helstu ár eru Hvíta Drín, Syðri Morava og Íbarfljót. Ein af þverám Íbarfljóts, Sitnica, er lengsta áin sem aðeins rennur um Kosóvó. Helstu stöðuvötn eru Gazivoda, Radonjić, Batlava og Badovac. Stærstu borgir eru Pristína (um 200 þúsund íbúar), Prizren (um 180 þúsund íbúar), Peć (um 95 þúsund íbúar) og Ferizaj (um 110 þúsund íbúar).

39,1% af landsvæði Kósovó er skóglendi og 52% er flokkað sem landbúnaðarland. Þar af er 69% ræktarland og 31% beitilönd. 39 þúsund hektara þjóðgarður var stofnaður í Šar-fjöllum árið 1986.

Loftslag í Kósovó er rakt meginlandsloftslag með heit sumur og snjóþunga vetur. Úrkoma er á bilinu 600 til 1300 mm á ári og dreifist jafnt yfir árið. Í norðurhluta landsins, í árdal Íbarfljóts, er loftslag þurrara og undir meiri áhrifum frá meginlandsloftslagi með kaldari vetur og mjög heit sumur. Metohija í suðaustri er undir áhrifum frá Miðjarðarhafsloftslagi með aðeins meiri úrkomu og mikilli snjókomu á veturna. Í fjöllum er ríkjandi Alpaloftslag með svölum sumrum og mikilli snjókomu á köldum vetrum.

Ársmeðalhiti í Kósovó er 9,5°C. Heitasti mánuðurinn er júlí með 19,2° meðalhita og sá kaldasti er janúar með -1,3° meðalhita.