Fara í innihald

Kósovó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 21. mars 2013 kl. 12:12 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. mars 2013 kl. 12:12 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q1231)
Kosovë / Kosova (albanska)
Косово (serbneska)
Fáni Kosóvó Skjaldarmerki Kosóvó
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
ekkert
Staðsetning Kosóvó
Höfuðborg Pristína
Opinbert tungumál albanska og serbneska
Stjórnarfar Lýðveldi

Fulltrúi S.þ.
Forseti
Forsætisráðherra
Joachim Rücker
Fatmir Sejdiu
Hashim Thaçi
Sjálfstæði
 • Yfirlýst 17. febrúar 2008 
Flatarmál
 • Samtals

10.908 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (2005)
 • Þéttleiki byggðar
-. sæti
2.200.000
220/km²
VLF (KMJ) áætl. ?
 • Samtals ? millj. dala (?. sæti)
 • Á mann ? dalir (?. sæti)
Gjaldmiðill Evra²
Tímabelti UTC+1 (UTC+2 á sumrin)
Þjóðarlén .rs
Landsnúmer ++381

Kosóvó er landsvæði á Balkanskaga í suðaustur Evrópu. Það á landamæri að Serbíu, Svartfjallalandi, Albaníu og Makedóníu. Kosóvó lýsti einhliða yfir sjálfstæði undan Serbíu 17. febrúar 2008 en hafði þá aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kosóvóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Sjálfstæðisyfirlýsingin var mjög í óþökk Serba sem líta eftir sem áður á Kosóvó sem hluta af Serbíu. Þær þjóðir sem eru meðlimir í sameinuðu þjóðunum skiptast í tvær nokkurn veginn jafn stórar fylkingar hvað þetta varðar: 90 meðlimsríki viðurkenna fullveldi Kosóvó en 93 meðlimsríki líta á Kosóvo sem hluta Serbíu. Ísland viðurkennir fullveldi Kosóvó. Af 27 aðildaríkjum ESB viðurkenna 22 fullveldi Kosóvó, en 5 (Spánn, Slóvakía, Grikkland, Kýpur og Rúmenía) líta á Kosóvó sem hluta Serbíu.

Íbúar Kosóvó eru rúmar tvær milljónir, þar af eru langflestir Albanir en einnig eru þar Serbar, Tyrkir, Bosníumenn og Sígaunar. Pristína er höfuðborg landsins og stærsta borg þess.